Beint í efni

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um útvistun opinberra verkefna til BÍ

25.03.2011

Ríkisendurskoðun kynnti í dag skýrsluna "Útvistun opinberra verkefna til Bændasamtaka Íslands". Í skýrslunni er fjallað um þau verkefni sem hið opinbera úthýsir til BÍ, sér í lagi á grundvelli búvörusamninga og búnaðarlagasamnings.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að Ríkisendurskoðun telur að Bændasamtökunum hafi verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála og að endurskoða verði fyrirkomulagið. Í ábendingum Ríkisendurskoðunar til stjórnvalda er þess farið á leit að stjórnsýsluverkefni BÍ verði takmörkuð, ráðuneytið efli eftirlit sitt, að fyrirkomulagi hagskýrslugerðar um landbúnað verði breytt og að samningar við BÍ kveði á um lögbundnar skyldur þeirra. Þá beinir Ríkisendurskoðun því til Matvælastofnunar að hún endurskoði samninga við Bændasamtök Íslands.

Bændasamtök Íslands sendu umsögn til Ríkisendurskoðunar þegar skýrslan var í vinnslu. Þar er bent á að í drögum skýrslunnar er ekki fundið að stjórnsýslulegri framkvæmd BÍ heldur snúist athugasemdir stofnunarinnar einkum að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Matvælastofnun. Umsögnin í heild sinni er birt í viðhengi hér undir.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar

Umsögn Bændasamtakanna frá 18. janúar