
Skýrsla og leiðbeiningar um smitvarnarátak í landbúnaði
08.06.2022
Samstarfshópur um smitvarnir í landbúnaði sem Bændasamtökin, Dýralæknafélag Íslands, Matvælastofnun og RML sitja í hafa gefið út skýrslu undir heitinu; Smitvarnarátak í landbúnaði. Meðal annars er farið yfir leiðir til að minnka smithættu á bæjum, smitvarnir í viðskiptum með búfé og hvernig bera eigi sig að þegar gesti ber að garði. Einnig er farið yfir hvað hafa þarf í huga við innflutning á lífdýrum, reiðtygjum, landbúnaðartækjum og í samskiptum við útlönd.
Þar að auki hafa verið útbúin leiðbeiningaspjöld fyrir gripahús og garðyrkju ásamt skilti fyrir inngang þegar gesti ber að garði sem bændur geta prentað út og haft á sínum starfsstöðvum.