Beint í efni

Skýrsla LK um þróun fjósgerða og mjaltatækni komin út

09.11.2005

Ný skýrsla LK um þróun fjósgerða og mjaltatækni 2003-2005 er nú komin á vefinn. Í skýrslunni er gerð úttekt á framleiðsluaðstöðu mjólkur árin 2003 og 2005 og varpað ljósi á þær miklu breytingar sem orðið hafa í þessum málum á einungis tveimur árum. Jafnframt er greint á milli 

ráðgjafarsvæða hvernig þróunin hefur verið, sem og skoðað samspil fjósgerðar og meðalafurða svo eitthvað sé nefnt.

 

Öllum er heimilt að nota upplýsingar úr skýrslunni að hluta eða í heild, enda sé heimildar getið.

 

Smelltu hér til þess að skoða skýrsluna (má einnig finna undir „Gagnlegar upplýsingar“ – „ýmsar skýrslur“