Beint í efni

Skýrsla Byggðastofnunar um dreifingu nautgripa á Íslandi

25.10.2016

Fyrr í mánuðinum gaf Byggðastofnun út skýrslu um dreifingu nautgripa á Íslandi. Samantektin er gerð í framhaldi af samantekt á fjölda og dreifingu sauðfjár á Íslandi sem kom út í júlí síðastliðnum og breytingum á búvörulögum sem samþykktar voru á Alþingi 13. september síðastliðinn. Gögnin miðast við haustskýrslur bænda í lok árs 2015.

 

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fjöldi búa með nautgripi eru 853 og þar af eru 846 bú á lögbýlum samkvæmt lögbýlaskrá Þjóðskrár. Af þessum 853 búum eru 665 bú með mjólkurkýr. Eins kemur þar fram að 88% allra nautgripa á landiu er á búum sem eru með mjólkurkýr en aðeins 12% á búum án mjólkurkúa. Heildarfjöldi nautgripa á Íslandi er 78.776. Af þeim eru 27.441 mjólkurkýr.

 

Mjólkurframleiðsla á árinu 2015 var 146 milljónir lítra. Þar voru 55,6 milljónir lítra á Suðurlandi, 36,5 milljónir lítra á Norðurlandi eystra, 22,3 milljónir lítra á Norðurlandi vestra og 17,6 milljónir lítra á Vesturlandi. Samtals voru framleiddir 14 milljónir lítra á öðrum svæðum.

 

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér/MG.