Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Skýrsla Byggðastofnunar um dreifingu nautgripa á Íslandi

25.10.2016

Fyrr í mánuðinum gaf Byggðastofnun út skýrslu um dreifingu nautgripa á Íslandi. Samantektin er gerð í framhaldi af samantekt á fjölda og dreifingu sauðfjár á Íslandi sem kom út í júlí síðastliðnum og breytingum á búvörulögum sem samþykktar voru á Alþingi 13. september síðastliðinn. Gögnin miðast við haustskýrslur bænda í lok árs 2015.

 

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fjöldi búa með nautgripi eru 853 og þar af eru 846 bú á lögbýlum samkvæmt lögbýlaskrá Þjóðskrár. Af þessum 853 búum eru 665 bú með mjólkurkýr. Eins kemur þar fram að 88% allra nautgripa á landiu er á búum sem eru með mjólkurkýr en aðeins 12% á búum án mjólkurkúa. Heildarfjöldi nautgripa á Íslandi er 78.776. Af þeim eru 27.441 mjólkurkýr.

 

Mjólkurframleiðsla á árinu 2015 var 146 milljónir lítra. Þar voru 55,6 milljónir lítra á Suðurlandi, 36,5 milljónir lítra á Norðurlandi eystra, 22,3 milljónir lítra á Norðurlandi vestra og 17,6 milljónir lítra á Vesturlandi. Samtals voru framleiddir 14 milljónir lítra á öðrum svæðum.

 

Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér/MG.