Beint í efni

Skyr.is drykkurinn stefnir í 2.000 tonna sölu í ár

24.03.2005

Íslendingar hafa tekið skyr.is drykknum frá Mjólkurbúi Flóamanna opnum örmum og miðað við sölutölur síðustu mánaða má áætla að sala á þessu ári gæti numið um 2.000 tonnum. Þar sem að um 2 lítra mjólkur þarf í hvern lítra af skyr.is drykknum má því áætla að um fjórar milljónir lítra mjólkur þurfi til framleiðslu á skyr.is drykknum á þessu ári, eða sem nemur mjólk frá um 30-35 meðalstórum  kúabúum hérlendis.