Skyrið frá Icelandic Provisions í bandarískar verslanir
06.07.2016
Fyrirtækið Icelandic Provisions, sem er að hluta til í eigu MS, hefur nú hafið innreið sína inn á bandaríska markaðinn með skyr. Hingað til hefur MS flutt út skyr á bandaríska markaðinn en einungis getað sinnt tiltölulega fáum verslunum en hið nýja fyrirtæki mun geta selt skyr í 900 verslanir í Bandaríkjunum er haft eftir Einari Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra MS og stjórnarformanns Icelandic Provisions, í vefritinu DairyReporter.
Skyrið frá Icelandic Provisions er bæði markaðssett hreint en einnig í boði með margskonar ólíkum bragðtegundum/SS.