Skyr valið nýjung ársins hjá stærstu verslunarkeðju Noregs
03.09.2010
Stærsta verslunarkeðjan í Noregi, „Norgesgruppen“ hefur kosið skyrið frá Q-meieriene nýjung ársins 2009. Samstarfsaðili MS í Noregi, Q-meieriene tók við viðurkenningunni en
á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri talið; Bent Myrdahl framkvæmdastjóri Q-meieriene, ásamt markaðsstjóra þess og framkvæmdastjóri verslunarkeðjunnar.
Undanfarið ár hefur Q-meieriene þegar fengið margs konar viðurkenningar á norska markaðnum fyrir skyrið.
Q-meieriene sem eru í eigu Kavli í Noregi, hófu framleiðslu og sölu á skyri í Noregi í samstarfi við Mjólkursamsölunu í ágúst 2009. Skyrið er selt í fjórum helstu stórmarkaðskeðjum Noregs. Framleiðslutæknin eru sú sama og hjá MS en sérfræðingar frá MS Selfossi voru til aðstoðar við upphaf framleiðslunnar.
Fréttatilkynning frá MS.