Skyr og ostar fá góðar viðtökur í Whole foods
07.10.2006
Dagana 5. til 10. október standa yfir kynningar á íslenskum afurðum í verslunum Whole foods market í Washington og nágrannabyggðarlögum. Óhætt er að segja að Whole foods séu glæsilegustu matvöruverslanir sem undirritaður hefur séð. Framsetning vara, úrval og gæði eru eins og best verður.
Íslenskar mjólkurafurðir hafa hlotið afar góðar viðtökur á kynningunni. Myndirnar hér að neðan eru teknar í verslun í Silver Spring í Maryland fylki í gær, má þar sjá framkvæmdastjóra LK gefa viðskiptavinum að smakka bláberja- og vanilluskyr, ostana Höfðingja og Stóra-Dímon, ásamt Nóa-Síríus súkkulaði. Það er ljóst að sú staðreynd að íslenskar mjólkurvörur standi til boða í verslunum Whole foods er ótvíræður gæðastimpill sem kúabændur mega vera stoltir af.