Skyr.is á mikilli siglingu!
07.02.2013
Það hefur ekki farið fram hjá kúabændum landsins að neysla á skyri er mikil hérlendis, en 87% Íslendinga neyta skyrs og hefur sala aukist gríðarlega á síðastliðnum áratug. Árið 2011 fór MS í það að gera breytingar á bæði Skyr.is og Skyr.is drykknum en markmiðin voru að gera vörurnar enn hollari og betri, auk þess að gera þær nútímalegri.
Í byrjun síðasta árs var svo Skyr.is kynnt eftir breytingar og hafði þá vörumerkið verið uppfært og gert einfaldara og nútímalegra, umbúðum breytt og gerðar stílhreinni með sterkari Íslandstengingu. Dregið var úr sykri í bæði Skyr.is og Skyr.is drykk og drykkurinn uppfyllir því skilyrði norræna hollustumerkisins Skráargatsins. Árangurinn lét ekki á sér standa og fór salan í raun langt fram úr væntingum og er Skyr.is enn á mikilli siglingu/SS – Mjólkurpósturinn.