Beint í efni

Skyr í sókn á erlendum mörkuðum!

03.11.2011

Kavli í Svíþjóð, sem er móðurfyrirtæki Q-mejerier í Noregi, hefur nú hafið sókn á sænska markaðinum með skyr, en skyrið mun fara í sölu í öllum stærstu verslunarkeðjum landsins. Sænski markaðurinn er nærri helmingi stærri en sá norski, en á norska markaðnum er selt skyr með framleiðsluleyfi frá MS fyrir 2,7 milljarða á ári. Það eru því verulegir fjárhagslegir hagsmunir að salan á skyri gangi jafn vel í Svíþjóð og hún hefur gert í Noregi.

 

Eins og kúabændur þekkja er ástæða þess að MS hefur gert sk. framleiðslusamninga á skyri í bæði Svíþjóð og Noregi er sú að MS hefur ekki kvóta til að flytja út skyr nema að takmörkuðu leyti og í dag er sá kvóti nýttur í Finnlandi/SS-Mjólkurpósturinn.