Skyr fær góða umfjöllun í morgunþáttum CBS og NBC
10.10.2007
Á dögunum var fjallað um íslenskt skyr í morgunþáttum bandarísku sjónvarpsstöðvanna CBS og NBC. Í báðum tilfellum fóru næringarfræðingar lofsamlegum orðum um afurðina. Það er ánægjulegt að sjá skyrið fá umfjöllun í stærstu fjölmiðlum þar vestra, einnig í ljósi þess að úrval af mjólkurafurðum þar er gríðarlegt og skyr er einungis selt í einni verslanakeðju. Þetta á vafalítið eftir að hafa jákvæð áhrif á söluna.
Með því að smella hér má sjá umfjöllun á CBS og hér er brot úr morgunþætti NBC.