Beint í efni

Skrifstofa LK flutt í Osta- og smjörsöluna!

14.02.2006

Skrifstofa Landssambands kúabænda hefur nú flutt í húsnæði Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2. Ný síma- og faxnúmer eru 569 1661  og 567 3465.

Ástæða flutningsins er sú að með þessu skapast tækifæri til náins samstarfs með mjólkuriðnaðinum, í gegnum Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Osta- og smjörsöluna og MS. Það er von Landssambandsins að þetta samstarf megi verða íslenskum kúabændum til mikilla hagsbóta.