Beint í efni

Skrifstofa Landssambands kúabænda flutt í nýtt húsnæði

07.05.2003

Í dag var skrifstofa LK flutt til innan Hvanneyrar og er nú staðsett í nýjum og glæsilegum húsakynnum. Nýja skrifstofuhúsnæðið er í eigu Borgarfjarðarsveitar og er á þremur hæðum, alls um 1.000 fermetrar. Í sama húsi og LK er nú til húsa eru Framleiðnisjóður landbúnaðarsins, Hagþjónusta landbúnaðarins, Vesturlandsskógar auk fleiri aðila. Þá munu Búnaðarsamtök Vesturlands væntanlega flytja í sama húsnæði á næstu mánuðum.

Landssambandið hefur áfram sama heimilsfang:

 

Landssamband kúbænda

p.box 1085, Hvanneyri

311 Borgarnes