
Skrifstofa búnaðarmála tekur til starfa eftir áramót
30.12.2015
Um áramótin færast stjórnsýsluverkefni, sem Búnaðarstofa sinnti á þessu ári og Bændasamtökin áður fyrr, til Matvælastofnunar. Þetta var ákveðið á Alþingi fyrr á árinu við breytingar á búvörulögum.
Bændur eiga að finna sem minnst fyrir þessari breytingu enda hefur kapp verið lagt á að greiðslur til bænda geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti á nýju ári.
Um er að ræða umsýslu allra styrkja til bænda svo sem beingreiðslna í mjólk, sauðfé, grænmeti og ull, ásamt nýliðunar-, jarðræktar-, vatnsveitu- og lýsingarstyrkjum. Þá munu fylgja verkefni eins og að halda utan um framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða. Jafnframt færist Tölvukerfið AFURÐ, greiðslukerfi landbúnaðarins, yfir til Matvælastofnunar.
Rafrænar umsóknir sem hafa verið á Bændatorginu ásamt yfirliti yfir greiðslur til bænda og skattyfirlit verða áfram á Bændatorginu.
Skrifstofa búnaðarmála
Starfsfólk skrifstofu búnaðarmála hjá Matvælastofnun verða fimm. Jón Baldur Lorange sem var forstöðumaður Búnaðarstofu verður framkvæmdastjóri Skrifstofu búnaðarmála. Aðrir starfsmenn Búnaðarstofu flytjast einnig yfir til Skrifstofu búnaðarmála auk þess færist einn starfsmaður frá stjórnsýslusviði Matvælastofnunar yfir á Skrifstofu búnaðarmála.
Skrifstofa búnaðarmála verður til húsa annarri hæð Bændahallarinnar, að minnsta kosti út árið 2016. Stefnt er að því í fyllingu tímans að koma þeirri starfsemi Matvælastofnunar sem er í Reykjavík undir eitt þak. Höfuðstöðvar Mast eru á Selfossi.
Bændur eiga að finna sem minnst fyrir þessari breytingu enda hefur kapp verið lagt á að greiðslur til bænda geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti á nýju ári.
Um er að ræða umsýslu allra styrkja til bænda svo sem beingreiðslna í mjólk, sauðfé, grænmeti og ull, ásamt nýliðunar-, jarðræktar-, vatnsveitu- og lýsingarstyrkjum. Þá munu fylgja verkefni eins og að halda utan um framleiðslu og sölu landbúnaðarafurða. Jafnframt færist Tölvukerfið AFURÐ, greiðslukerfi landbúnaðarins, yfir til Matvælastofnunar.
Rafrænar umsóknir sem hafa verið á Bændatorginu ásamt yfirliti yfir greiðslur til bænda og skattyfirlit verða áfram á Bændatorginu.
Skrifstofa búnaðarmála
Starfsfólk skrifstofu búnaðarmála hjá Matvælastofnun verða fimm. Jón Baldur Lorange sem var forstöðumaður Búnaðarstofu verður framkvæmdastjóri Skrifstofu búnaðarmála. Aðrir starfsmenn Búnaðarstofu flytjast einnig yfir til Skrifstofu búnaðarmála auk þess færist einn starfsmaður frá stjórnsýslusviði Matvælastofnunar yfir á Skrifstofu búnaðarmála.
Skrifstofa búnaðarmála verður til húsa annarri hæð Bændahallarinnar, að minnsta kosti út árið 2016. Stefnt er að því í fyllingu tímans að koma þeirri starfsemi Matvælastofnunar sem er í Reykjavík undir eitt þak. Höfuðstöðvar Mast eru á Selfossi.