Beint í efni

Skrifað undir lánssamning við Listasafn Reykjavíkur

30.05.2022

Mikil gleði var í húsakynnum Bændasamtakanna á dögunum þegar listaverkið Árshringurinn eftir Hildi Hákonardóttur fannst eftir mikla leit, en um tíma var talið að listaverkið hefði glatast. Má meðal annars þakka Sigrúnu Hrólfsdóttur hjá Listasafni Reykjavíkur fyrir að verkið fannst, en hún hefur einnig kannað sögu þess og annara verka eftir Hildi og mun þetta tiltekna verk vera frá árunum 1982-1983.Verkið sem er í eigu Bændasamtaka Íslands prýddi lengi vel salakynni Hótel Sögu í Bændahöllinni en einnig hefur það verið sýnt í Danmörku. Verkið er hluti af menningararfi þjóðarinnar og því var með mikilli ánægju sem Bændasamtök Íslands og Listasafn Reykjavikur undirrituðu í dag lánssamning vegna verksins en listasafnið stefnir að því að opna sýningu með verkum Hildar.Upphaflega var verkið Árshringurinn í 12 hlutum en aðeins 10 hlutar þess hafa fundist. Þó líklegast sé að þeir 2 hlutar sem ekki hafa fundist séu glataðir þá vilja samtökin samt sem áður gera tilraun til að finna þá. Ef einhver hefur upplýsingar um hvar þeir gætu verið niðurkomnir eða ef einhver á litmyndir þar sem allir 12 hlutar verksins sjást væru slíkar upplýsingar vel þegar. Senda má annaðhvort á bondi@bondi.is eða hafa samband við Sigrúnu Hrólfsdóttur hjá Listasafni Reykjavíkur.

Á mynd frá undirskrift eru frá vinstri: Sigrún Hrólfsdóttir, Edda Halldórsdóttur og Vigdís Håsler.