Beint í efni

Skráningar í MARK hjá þeim aðilum sem ekki hafa aðgang að HUPPU

13.06.2012

Svofelld tilkynning hefur borist frá Matvælastofnun:

 

„Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við upplýsingatæknisvið BÍ um takmarkaðan aðgang í HUPPU fyrir þá bændur sem ekki eru þegar að nýta sér skýrsluhaldskerfið. Samkomulagið er virkt þar til Matvælastofnun hefur lokið við að koma á varanlegri kerfislausn vegna rafrænnar skráningar í MARK. Ekki verður rukkað sérstaklega fyrir þennan takmarkaða aðgang í HUPPU.

Þeir notendur sem óska eftir að fá takmarkaðan aðgang í HUPPU skulu hafa samband við upplýsingatæknisvið BÍ, Jón Baldur eða Hrefnu, til að láta opna fyrir aðgang“.


 

 

 

Netföngin Jóns og Hrefnu eru jbl@bondi.is og hh@bondi.is