Beint í efni

Skráning í makaferð á aðalfundi

20.03.2013

Félag kúabænda á Héraði og fjörðum stendur fyrir skemmtiferð fyrir maka aðalfundarfulltrúa og er áætluð brottför frá Hótel Héraði um kl. 13.00 n.k. föstudag, 22. mars. Áætluð heimkoma er um kl. 17.00. Meðal viðkomustaða er Hallormsstaður, Brúnás innréttingar, MS Egilsstöðum og Fjóshornið á Egilsstaðabúinu. Þeim sem vilja skrá sig í makaferðina er bent á að senda línu á lk@naut.is /BHB