Beint í efni

Skráning hafin á Fræðaþing

24.02.2011

Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. - 11. mars á Hótel Sögu í Reykjavík. Þingið er samvinnuverkefni níu stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Á Fræðaþingi er fjallað um það sem er efst á baugi í rannsóknum og vísindum tengdum landbúnaði. Skráning þátttakenda er hafin en hér á vefsvæði Bændasamtakanna, www.bondi.is, geta áhugasamir skráð sig til leiks ásamt því að sjá nákvæma dagskrá þingsins. Ráðstefnugjald er kr. 11.000 en innifalið í þeirri upphæð eru fundargögn og kaffi. Nemendur eru undanþegnir ráðstefnugjaldi gegn framvísun nemendaskírteinis.

Skráning     Dagskrá