Beint í efni

Skrá um nautsmæður uppfærð

10.11.2009

Nú er nýlokið að keyra nýtt kynbótamat og í kjölfar þess hefur verið ákveðið að endurskoða listann yfir nautsmæður í “HUPPU”. Kröfur til nautsmæðra hafa verið hertar nokkuð hvað varðar mjólkurmagn, afurðamat, júgur, spena og mjaltir. Til þess að kýr verði merkt sem nautsmóðir þarf hún að fá eftirfarandi lágmarks kynbótaeinkunnir:

Mjólkurmagn: 112
Próteinmagn: 110
Próteinhlutfall 95
Eigin afurðir: 99*
Afurðamat 115
Júgur: 100
Spenar 100
Mjaltir 100

* Eigin afurðir eru settar á 99 til þess að ungar kýr sem ekki eru komnar með eigið mat fyrir afurðasemi komist á listann. Kálfar eru ekki teknir undan kúm sem ekki ná kynbótaeinkunn 100 fyrir eigin afurðir, nema um sé að ræða ungar og mjög efnilegar kýr.

Lágmarkseinkunnir í byggingadómi eru óbreyttar:

Júgurgerð og júgurskipting: 8+8
Spenagerð og spenastaða: 8+8
Mjaltir: 17
Skap: 4

Nautsmæður eru merktar með rauðu flaggi inn í gripalista búsins í HUPPU. Bændur eru hvattir til að sæða nautsmæður með nautsfeðrum og láta vita af öllum nautkálfum sem fæðast.