Beint í efni

Skordýr í fóður?

16.08.2023

Hvernig líst þér, bóndi góður á að nota skordýr í fóður fyrir dýrin þín?

Rúna Þrastardóttir, doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands stendur nú fyrir rannsókn um það hversu tilbúnir bændur eru til að nota skordýr í fóður fyrir dýrin sín, en framleiðsla á fóðurhráefnum úr skordýrum er að ryðja sér til rúms í Evrópu og rannsóknir hafa sýnt að sumar skordýrategundir hafi svipað næringargildi og sojabaunamjöl og fiskimjöl, ásamt því að framleiðsla þeirra hafi minni umhverfisáhrif. 

Hvetjum við sem flesta bændur til þess að svara könnuninni, en spurningalistinn inniheldur einungis 22 spurningar og það ætti ekki að taka nema 5-10 mínútur að svara honum.

Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið samband við Rúnu, runa@lbhi.is