
Skólamjólkurdagurinn er í dag
28.09.2016
Sautjándi alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um heim í dag en það er stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and AgricultureOrganization) sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi ár hvert. Hér á landi er haldið upp á hann undir kjörorðunum “Holl mjólk og heilbrigðir krakkar”.
Í tilefni dagsins verður boðið upp á mjólk í flestum leik- og grunnskólum landsins og er gert ráð fyrir að í kringum 16 tonn af mjólk fari til þessa verðuga verkefnis í dag hér á landi og að í kringum 70 þúsund börn muni njóta skólamjólkur í daga í tilefni þessa dags. Sjá annars nánari upplýsingar um þetta verkefni á www.skolamjolk.is /SS.