Beint í efni

Skólamjólkin í flöskum í Brekkuskóla

30.01.2005

Norðurmjólk og Brekkuskóli á Akureyri hafa tekið upp samstarf um breytta afgreiðslu á skólamjólk. Fernur hafa nú verið aflagðar, en þess í stað fá nemendur flöskur sem mjólkin er afgreidd í úr sérstökum kæli eða „mjólkurvél“. Í tilefni af þessu hefur Norðurmjólk einnig ákveðið að bjóða öllum nemendum að prófa mjólkuráskrift í skólanum í einn mánuð án endurgjalds.

Þess má geta að með þessu móti minnkar úrgangur sem til fellur í skólanum um rúmlega 900 fernur á viku eða rúmlega 33 þúsund fernur yfir heilan vetur!