Skólamjólk fyrir 100 milljarða króna
29.04.2016
Evrópusambandið hefur nú samþykkt áhugaverða áætlun sem ætlað er að tryggja skólabörnum betri næringu á skólatíma en um er að ræða niðurgreitt heilsuátak. Alls verðar 250 milljörðum króna varið í það á ári hverju að kosta mjólk, ávexti og grænmeti fyrir skólabörn í löndum Evrópusambandsins og þar af verða 100 milljörðum varið til þess að kaupa drykkjarmjólk fyrir skólabörnin. Aðildarlönd sambandsins geta sótt um að verða með í átaksverkefninu og fá þá hlutdeild í þessari risastóru fjárúthlutun.
Samhliða þessu átaki verða kennsla í heilsufræðum efld sem og kynning á landbúnaði og landbúnaðarvörum. Ennfremur verður gert átak í því að kynna fyrir nemendum landbúnað með því að bjóða upp á heimsóknir til bænda/SS