Beint í efni

Skógræktin óskar eftir erindum og veggspjöldum fyrir fagráðstefnu

31.01.2023

Fagnefnd Fagráðstefnu skógræktar sem fram fer á Ísafirði 29.-30. mars auglýsir eftir tillögum að erindum og veggspjöldum fyrir síðari dag ráðstefnunnar þar sem rými er fyrir fjölbreytta dagskrá um málefni á sviði skógfræði og skógtækni. Frestur til að skila tillögum að erindum er til 17. febrúar en fyrir veggspjöld er frestur til 10. mars.

Þema og yfirskrift ráðstefnunnar er „Skógrækt á tímum hamfarahlýnunar“ og verða erindi tengd því þema á dagskránni fyrri daginn en síðari daginn verða fjölbreytt erindi um skógfræðileg og skógtæknileg efni.  Sótt er um á sérstöku eyðublaði:

Tillaga að erindi eða veggspjaldi

  • Frestur til að skila tillögu að erindi: 17. febrúar
  • Frestur til að skila tillögu að veggspjaldi: 10. mars

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru uppfærðar eftir því sem nær dregur ráðstefnunni á síðu hennar:

Fagráðstefna skógræktar 2023

Edda S. Oddsdóttir veitir nánari upplýsingar í netfanginu edda@skogur.is