Skóflustunga að nýrri Nautastöð BÍ
17.07.2007
Á morgun, miðvikudaginn 18. júlí kl. 13.30 verður tekin skóflustunga að nýrri Nautastöð Bændasamtaka Íslands. Hefur henni verið valinn staður að Hesti í Borgarfirði. Mun Bjarni Arason, fyrrum nautgriparæktarráðunautur í Borgarfirði og þar áður í Eyjafirði, taka skóflustunguna.
Að athöfn lokinni mun verða boðið til kaffis í matsal Hvanneyrarskóla, þar sem sýndar verða teikningar að stöðinni og skipulag starfseminnar kynnt. Forsvarsmenn framkvæmdanna vonast til að sjá sem flesta gesti.