Beint í efni

Skoðanakönnun Nautgripabænda: Síðasti dagurinn til að svara er í dag, 11. nóvember!

11.11.2022

Nú fer hver að verða síðastur til að svara skoðanakönnun Nautgripabænda BÍ en hún mun loka kl. 23:59 í kvöld, 11. nóvember! 

Skoðanakönnunin var send öllum mjólkur- og nautakjötsframleiðendum þann 28. október.
Ítrekun var send til þeirra sem ekki höfðu svarað miðvikudaginn, 9. nóvember. 

Vekjum við sérstaka athygli á því að könnunin er send á það tölvupóstfang sem skráð er í Huppu.
Í einhverjum tilfellum gæti könnunin hafa farið í „Ruslpóst eða Spam/Junk/Promotions/Other möppuna" þar sem um fjöldapóst er að ræða, svo endilega kíkið þangað ef þið finnið hana ekki í innhólfinu ykkar.

Könnunin er hluti að undirbúningi endurskoðunar búvörusamninga sem fer fram á næsta ári en samkvæmt 4. grein búvörulaga fara Bændasamtök Íslands með samningsumboðið fyrir alla nautgripabændur, óháð því hvort þeir séu félagsmenn í samtökunum eða ekki. Könnunin er því lögð fyrir alla mjólkur- og nautakjötsframleiðendur á Íslandi.

Hvert býli getur einungis tekið könnunina einu sinni og líkt áður kom fram, verður hún opin til kl. 23:59 í kvöld, 11. nóvember.

Hvetjum við alla til að taka þátt! Valkvætt er þó að svara könnuninni.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur sem allra fyrst á netföngunum gudrunbjorg@bondi.is eða hoskuldur@bondi.is