Beint í efni

Skoða fjósið og búið í heild í tölvunni!

08.04.2017

Sænska afurðafélagið Skånemejerier hefur hleypt af stað áhugaverðu verkefni sem snýst um að gefa almenningi enn betri innsýn í heim mjólkurframleiðslunnar. Verkefnið snýst um að nota stafræna tækni og getur almenningur „farið í fjós“ í tölvunni og fræðst um fjósstörf, kýrnar, fóðrun og margt fleira en um raunverulegt fjós er að ræða sem er í eigu hjónanna Per og Maríu en þau eru með kúabú með tæplega 200 kýr.

Með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan er hægt að skreppa í fjósið með Per og Maríu, fara í smá rúnt á dráttarvélinni, skoða fóðrunaraðstöðuna, skreppa út í haga með kvígunum og um leið fræðast um búið og framleiðsluna. Sannarlega áhugaverð og skemmtileg nálgun sem hægt er að sjá hér: https://www.skanemejerier.se/vr/
/SS