
Skipulag Veffræðslu LK 2017-2018
19.08.2017
Landssamband kúabænda hefur staðið að veffræðslu í all mörg ár og hafa alls verið flutt rúmlega 60 erindi með þessum hætti og hafa þessi erindi verið spiluð mörg þúsund sinnum. Alls hafa rétt tæplega 400 fengið úthlutað lykilorði að Veffræðslu LK og alltaf bætast fleiri og fleiri notendur í hópinn. Nú liggur fyrir skipulag komandi fræðsluvetrar en við munum hefja starfsemina seinnipartinn í október með erindi um nautaeldi og ljúka seinnipartinn í apríl með erindi um gróffóðuröflun.
Á dagskrá eru mörg afar áhugaverð erindi og hefur verið gert samkomulag við 9 fyrirlesara um að standa að erindaflutningi þetta starfsárið.
Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um komandi fræðsluvetur :
Veffræðsla LK 2017-2018
Október – desember 2017
1. Nautaeldi. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur RML
2. Notkun hjarðforrits Lely. Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur RML (erindið er kostað af VB landbúnaði ehf)
3. Mjaltaþjónar og góð mjólkurgæði. Snorri Sigurðsson, SEGES
4. Nýjungar í fjósbyggingum. Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautur RML
Janúar – apríl 2018
5. Nautin og ræktunarstarfið 2018. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur RML
6. Illgresi og illgresisvarnir. Prófessor Guðni Þorvaldsson, LbhÍ
7. Áburður og áburðardreifing. Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautur RML
8. Helstu málefni LK (í kjölfar aðalfundar). Margrét Gísladóttir, Framkvæmdastjóri LK
9. Turnar, gryfjur eða rúllur? Finnbogi Magnússon, bútæknifræðingur og framkvæmdastjóri hjá Jötni-Vélum
10. Gróffóðuröflun miðað við gjafakerfi. Berglind Ósk Óðinsdóttir, ráðunautur RML
/SS.