Beint í efni

Skipan samningahóps um landbúnaðarmál vegna aðildarviðræðna við ESB

16.11.2009

Í síðustu viku tilnefndu Bændasamtök Íslands í samningahóp um landbúnaðarmál, vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Samtökin tilnefndu Sigurbjart Pálsson, kartöflubónda og stjórnarmann í BÍ, Ernu Bjarnadóttur, sviðsstjóra félagssviðs BÍ og Baldur Helga Benjamínsson, framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda. Þá er Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS og meðstjórnandi í Samtökum Afurðastöðva í mjólkuriðnaði, tilnefndur í samningahópinn af Samtökum Atvinnulífsins.