Beint í efni

Skilafrestur umsókna vegna innlausnar mjólkur 15. janúar

11.01.2018

Við minnum á að skilafrestur umsókna vegna fyrstu innlausnar  og kaupa á greiðslumarki á árinu  2018  er 15. janúar næstkomandi. Skilyrði fyrir kaupum er greiðsla berist í síðasta lagi 15.  febrúar 2018.  Umsóknum um kaup og sölu þarf að skila á þjónustugátt Matvælastofnunar.  Umsókn um kaup á greiðslumarki er nr. 7.18 inn á þjónustugáttinni og umsókn um sölu (innlausn) á greiðslumarki er nr. 7.14 á þjónustugáttinni.

Umsókn  um innlausn þarf að fylgja  útfyllt og undirritað eyðublað ásamt  veðbókarvottorði og þinglýstu leyfi veðhafa jarðarinnar ef einhverjir eru.  Innlausnarverð á lítra á innleystu greiðslumarki liggur fyrir  í síðasta lagi 1. janúar 2018.  Matvælastofnun greiðir fyrir innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. mars 2018.

Innlausnarvirði mjólkur árið 2018 er 122 kl./ltr.

Innlausn greiðslumarks skal fara fram 1. mars, 1. maí, 1. september og 1. nóvember ár hvert. Framkvæmd innlausnar fer fram með eftirfarandi hætti:

 

  Innlausnardagur:  Matvælastofnun auglýsir
innlausnarvirði eigi síðar en:
  Skilafrestur vegna beiðni
um innlausn:
  Greiðslufrestur
Matvælastofnunar:
  1. mars  1. janúar  15. janúar  15. mars
  1. maí  1. janúar  15. mars  15. maí
  1. september  1. janúar  15. júlí  15. september
  1. nóvember  1. janúar  15. september  15. nóvember