Beint í efni

Skilafrestur á tilboðum fyrir kvótamarkað rennur út á morgun

09.10.2020

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 2. nóvember næstkomandi, þar sem 1. nóvember lendir á sunnudegi. Hámarksverð greiðslumarks á markaðnum er 294 kr. á lítra. Skal tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is. Búið er að opna fyrir tilboð og rennur tilboðsfrestur út á miðnætti 10. október nk. Tilboðsmarkaðurinn fer síðan fram þann 2. nóvember nk.