Beint í efni

Skiladagur tilboða á kvótamarkað er 25. nóvember

23.11.2010

Af gefnu tilefni skal áréttað að tilboð vegna kaupa/sölu á greiðslumarki í mjólk þurfa að hafa borist Matvælastofnun eigi síðar en 25. nóvember n.k. Tilboð sem berast eftir þann dag verða ekki tekin gild. Þá skal einnig tekið fram að Landssambandi kúabænda hefur ekki borist svör við bréfum sem send voru sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og fjármálaráðuneyti nú í byrjun nóvembermánaðar, vegna hugmynda um niðurfellingu heimildar í tekjuskattslögum um niðurfærslu kostnaðar vegna greiðslumarkskaupa. Um það mál ríkir því alger óvissa.