Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Skil á forðagæsluskýrslum fyrir 20. nóvember

10.11.2015

Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár árlega skila haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og eftir atvikum landstærðir. Haustskýrslu skal skrá og skila rafrænt á síðunni www.bustofn.is. 

Aðgengi að www.bustofn.is er fengið með rafrænum lykli  ( Íslykill ) og opnast aðgangur þegar kennitala og lykilnúmer hafa verið skráð. Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá og er lykilorð hans tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila. 

Nánari upplýsingar um Íslykil má nálgast á síðunni www.island.is. Hafi ekki verið sótt um Íslykil er hægt að gera það eftir að aðgangur að skýrslu hefur verið ræstur með hnappnum sem sýndur er á forsíðu Bústofns. Íslykil er hægt að fá sendan í heimabanka og tekur það um 5 -10 mínútur. Eins er hægt að fá hann sendan í bréfpósti og tekur það 4-6 virka daga. 

Óski búfjáreigandi eftir aðstoð dýraeftirlitsmanns MAST er hægt að hafa samband í síma 530-4800 eða á mast@mast.is  

Þeim sem eiga eða halda búfé en hafa ekki verið skráðir búfjáreigendur í Bústofni er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn sem annast nýskráningar og leiðréttingar. Upplýsingar um dýraeftirlitsmenn má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar. 

Þeir sem þurfa aðstoðar við vegna rafrænna skila stendur til boða þjónusta Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins RML við skil á haustskýrslu. Hafa má samband við RML í síma 516-5000 eða með tölvupósti á netfangið rml@rml.is  
Sérstök athygli er vakin á að eftir að upplýsingar hafa verið skráðar þarf að ljúka skýrslu með sérstökum skilahnapp.