Beint í efni

Skemmtiferð kúabænda 7. apríl í Ölfus og Hveragerði

04.04.2018

Samhliða aðalfundi Landssambands kúabænda, sem haldinn er dagana 6.-7. apríl á Selfossi, verður boðið upp á skemmtiferð kúabænda laugardaginn 7. apríl.

Lagt verður af stað með rútu frá Hótel Selfossi kl: 12:00 og gert er ráð fyrir að koma heim aftur milli 15:00 og 16:00.

Farið verður að hrossaræktarbúinu Laugarbökkum, en þar var áður rekið ferðamannafjós. Þaðan er stefnan tekin í Ölverk í Hveragerði, þar sem tekið verður á móti okkur með bjórkynningu og pizzusmakki. Loks verður ekið heim að Hvammi í Ölfusi, þar sem Charlotte og Pétur taka á móti okkur í nýlegu fjósi.

Fararstjóri verður Pétur í Hvammi.

Frítt er í ferðina.

Við hvetjum fólk til að skrá sig á brydja@simnet.is eða í síma 860-1329 þar sem takmarkað sætaframboð er í boði. Makar aðalfundarfulltrúa eru sérstaklega velkomnir.

Kv. Árshátíðarnefndin.