Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Skemmtiferð kúabænda 25. mars í Svarfaðardal

20.03.2017

Samhliða aðalfundi landssambands kúabænda, sem haldinn er dagana 24.-25. mars á Akureyri, verður boðið upp á skemmtiferð kúabænda laugardaginn 25. mars.

Lagt verður af stað með rútu frá Menningarhúsinu Hofi kl: 12:00 og gert er ráð fyrir að koma heim aftur um kl. 16:00.

Tekinn verður stuttur hringur í Svarfaðardal þar sem bærinn Grund verður sóttur heim. Í Svarfaðardal eru öflugir bændur á hverju strái sem all flestir eru að fara í einhverjar framkvæmdir. Boðið verður upp á léttar veitingar á Grund og mun svo hópurinn stoppa í Bjórverksmiðjunni Kalda á leiðinni heim þar sem nýjustu bjórar brugghússins verða smakkaðir.

Fararstjóri verður Vaka Sigurðardóttir á Dagvarðareyri.

Frítt er í ferðina.

Við hvetjum fólk til að skrá sig á klauf@internet.is þar sem takmarkað sætaframboð er í boði. Makar aðalfundarfulltrúa eru sérstaklega velkomnir.

Kv. Árshátíðarnefndin.