
Skemmtiferð kúabænda 25. mars í Svarfaðardal
20.03.2017
Samhliða aðalfundi landssambands kúabænda, sem haldinn er dagana 24.-25. mars á Akureyri, verður boðið upp á skemmtiferð kúabænda laugardaginn 25. mars.
Lagt verður af stað með rútu frá Menningarhúsinu Hofi kl: 12:00 og gert er ráð fyrir að koma heim aftur um kl. 16:00.
Tekinn verður stuttur hringur í Svarfaðardal þar sem bærinn Grund verður sóttur heim. Í Svarfaðardal eru öflugir bændur á hverju strái sem all flestir eru að fara í einhverjar framkvæmdir. Boðið verður upp á léttar veitingar á Grund og mun svo hópurinn stoppa í Bjórverksmiðjunni Kalda á leiðinni heim þar sem nýjustu bjórar brugghússins verða smakkaðir.
Fararstjóri verður Vaka Sigurðardóttir á Dagvarðareyri.
Frítt er í ferðina.
Við hvetjum fólk til að skrá sig á klauf@internet.is þar sem takmarkað sætaframboð er í boði. Makar aðalfundarfulltrúa eru sérstaklega velkomnir.
Kv. Árshátíðarnefndin.