Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Skelfilegt ár hjá FirstMilk

21.07.2015

Breska afurðafélagið FirstMilk virðist vera á nokkuð öruggri siglingu niður á við, en félagið lenti í lok ársins 2014 í verulegum lausafjárvanda og frestaði m.a. greiðslum til bænda til þess að fá aura í sjóðinn. Síðan neyddist félagið til þess að lækka verulega afurðastöðvaverð til innleggjenda sinna og nú hefur svo ársreikningurinn verið birtur og hann er síður en svo glæsilegur.

 

Alls tapaði félagið 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og er þetta eitt stærsta tap í mjólkuriðnaði í Evrópu árið 2014! Að félaginu standa 1.300 kúabændur sem eiga FirstMilk í framleiðendasamvinnufélagi. Meðaltap félagsins á hvern eiganda nemur 3,5 milljónum króna sem hlýtur að nálgast það að vera met í tapsögu afurðafélags. Svo virðist sem það stefni hraðbyri að því að í Stóra-Bretlandi verði einungis tvö stór afurðafélög í framtíðinni. Annars vegar Arla, sem einnig er samvinnufélag framleiðenda, og hins vegar Müller Wiseman Dairies sem er einkarekið afurðafélag/SS.