Beint í efni

Skattframtal – arðgreiðslur úr veiðifélagi

18.03.2008

Borist hafa nokkrar ábendingar um að arðgreiðslur úr veiðifélagi séu rangt forskráðar á framtöl manna. Samkvæmt ábendingunum eru þær forskráðar í kafla 2.3, reit merktan 96, en ættu að vera í kafla 3.7 reit 521. Svo virðist sem ekki hafi verið tekið tillit til lagabreytingar á sl. ári, þar sem ákveðið var að arðgreiðslur veiðifélaga skuli teljast fjármagnstekjur, sjá 3. gr. staflið c og 6. gr. í lögum nr. 76/2007.

 

Um leið og þessum ábendingum er komið á framfæri skal bent á að athygli ríkisskattstjóra hefur verið vakin á málinu. Jafnframt hefur þess verið óskað að þetta verði lagfært nú þegar og að skattstofum verði gert aðvart um að einhverjir kunni þegar að hafa skilað framtölum rangt útfylltum að þessu leyti.

 

Sjá nánari leiðbeiningar.