Beint í efni

Skånemejerier hækkar verð á mjólk til bænda

27.07.2010

Um næstu mánaðarmót mun sænska afurðastöðin Skånemejerier hækka verð til bænda um 0,31 sænska krónu eða 5,18 Íkr. Ástæða hækkunarinnar er tvíþætt en annarsvegar hefur gengið afar vel með afsetningu á vörum og hinsvegar hefur tekist að auka hagræði við vinnslu. Hækkanir á mjólkurvörum erlendis skipta fyrirtækið einnig miklu máli, sem nú skilar góðum söluárangri áfram til kúabænda segir í fréttatilkynningu frá Skånemejerier.