Beint í efni

Sjöundi stjórnarfundur starfsársins haldinn 29. nóvember

28.11.2012

Sjöundi fundur stjórnar Landssambands kúabænda á þessu starfsári verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 29. nóvember. Á fundinum verður m.a. fjallað um niðurstöðu atkvæðagreiðslu um breytingar á búvörusamningum, greiðslumarksreglugerð 2013, mál fyrir Búnaðarþing 2013, framleiðslu, sölu og verðlagsmál mjólkur, stöðu nautakjötsframleiðslunnar, fjármögnun kúabúa í framtíðinni, reglugerð um greiðslumarksviðskipti, sæðingamál o.fl./BHB