Beint í efni

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefd Alþingis fundar

23.06.2010

Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis fundar í dag kl. 13 og á dagskrá nefndarinnar er m.a. frumvarp til laga um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993. Eins og áður hefur verið greint frá snýr frumvarpið að forgangi greiðslumarksmjólkur að innanlandsmarkaði, ásamt starfsskilyrðum heimavinnsluaðila í mjólkurframleiðslu. Væntingar eru til þess að frumvarpið verði tekið fyrir á boðuðum þingfundi á morgun, 24. júní.