Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sjálfvirkur mjaltastóll á stærstu landbúnaðarsýningu Evrópu

16.11.2010

Í dag hefst í Hanover í Þýskalandi stærsta landbúnaðarsýning Evrópu í ár á sviði tæknibúnaðar fyrir nautgriparækt, Eurotier (www.eurotier.de) en sýningunni líkur þann 19. All margir Íslendingar verða á sýningunni, flestir á vegum íslenskra fyrirtækja og umboða enda vafalítið hægt að ná í áhugaverðar nýjungar á sýningunni. Eins og naut.is hefur áður greint frá fékk „mjaltaþjónahringekja“ DeLaval sk. gullverðlaun sýningarinnar, en slík verðlaun hljóta nýjungar sem taldar eru til byltingar á sínu sviði. Tvö önnur fyrirtæki hljóta slíka viðurkenningu í ár, annarsvegar

fyrirtæki sem framleiðir tæknibúnað fyrir svínabændur og hinsvegar fyrirtækið Siliconform. Silikonform (www.siliconform.com) framleiðir m.a. sílíkon-mjaltahylki en einnig hefðbundinn mjaltabúnað. Árið 2006 hlaut fyrirtækið gullverðlaun sýningarinnar fyrir hálfsjálfvirka mjaltahringekju sína (Multilactor) og í ár fær fyrirtækið gullverðlaun án ný og að þessu sinni fyrir sjálfvirka mjaltastólinn sinn „Melktaxi“!

 

Galactor melktaxi, sem í beinni þýðingu myndi leggjast út sem Galactor mjaltaleigubíllinn, er sérhannað hjálpartæki fyrir sk. klefahringekjumjaltabása (Tandem). Sá sem sér um að setja tækin á kýrnar situr í þar til gerðum stól sem hangir í rennibraut og getur hann stýrt ferðum sínum með sérstökum stýripinna.

 

Galactor mjaltastóllinn frá Siliconform (smelltu á myndina til þess að sjá hana í stærri upplausn)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stóllinn er einnig sjálfvirkur og fer sjálfkrafa á þann stað þar sem aðstoðar er þörf við hrinekjuna! Í umsögn dómnefndar er þetta tæki talið til algerrar byltingar og að tækið geri allt starfsumhverfi starfsmanna við mjaltir auðveldara og vinnuhagræðingin sé einstök. Þá sé fólki sem á erfitt með að hreyfa sig gert auðvelt fyrir að sinna mjöltum. Hvort tækið eigi eftir að sjást á Íslandi í framtíðinni er ómögulegt að segja til um, en tæknin er amk. áhugaverð!