Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sjálfvirka hringekjan frá GEA í sölu

29.07.2015

GEA Technology, sem er næst stærsti framleiðandi mjaltatækja í heiminum, hefur nú hafið formlega sölu á sjálfvirkri mjaltahringekju sem kallast DairyProQ og eru kýrnar mjólkaðar í úthring hennar en ekki í innhring eins og hjá DeLaval. Þessi hönnun þykir afar hentug og hafa tilraunir gengið vel með búnaðinn. Í raun er hringekjan byggð upp þannig að hvert pláss í hringekjunni hefur sinn eigin ásetningsarm og er því í raun um að ræða ótal marga litla mjaltaþjóna í einum hring.

 

Hringekjan hefur verið í nokkur ár í prófun og eru nú þegar fjórar DairyProQ hringekjur í gangi: 2 í Þýskalandi og 2 í Kanada. Margir telja að um hreina byltingu sé að ræða og næsta rökrétta skref í þróun mjaltatækninnar enda afköstin miklu meiri en hefðbundinna mjaltaþjóna. Hægt er að mjólka 200 kýr á klukkutíma með DairyProQ sem eru afköst sem flestir væru sáttir við en alls eru 40 mjaltatæki í hringekjunni/SS.