Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Sjálfstæðisflokkurinn hafnar ESB aðild

27.06.2010

39. landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk í gær með samþykkt stjórnmálaályktunar. Stóru tíðindin eru vissulega þau að flokkurinn hefur nú algerlega hafnað ESB aðild og ber að fagna jafn afdráttarlausum skilaboðum og þarna koma fram. Í stjórnmálaályktuninni er ekki kveðið sérstaklega að starfsskilyrðum í landbúnaði, en ályktunin er nokkuð óhefðbundin þar sem hún er mjög stutt. Stjórnmálaályktunina má lesa í held með því að smella á meira hér fyrir neðan.

 

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins leggur megináherslu á að þjóðin öll taki nú höndum saman til að komast út úr því erfiða ástandi sem ríkir í íslensku samfélagi. Við verðum að taka af skarið og setja í forgang þau brýnu mál sem leysa vanda heimila og fyrirtækja í landinu og um leið standa vörð um velferðarþjónustu, menningu og menntakerfi þjóðarinnar.

 
Sjálfstæðisflokkurinn hvetur til þjóðarsáttar um lausn á bráðum skuldavanda heimilanna. Vandinn er margþættur og snúinn. Vænlegast til árangurs er að allir flokkar og mikilvæg hagsmunasamtök snúi bökum saman í leit að lausnum. Fólk í alvarlegum skuldavanda verður að fá hraða afgreiðslu sinna mála og fá skuldir og greiðslubyrði lækkaða þannig að viðráðanlegt verði.
 

Á þessum landsfundi leggur Sjálfstæðisflokkurinn megináherslu á þrennt:
1.     Meiri atvinnu
2.     Lægri skatta
3.     Heilbrigðari stjórnmál

 

Til að ná þeim markmiðum segjum við JÁ við:
·     Kraftmiklu og fjölbreyttu atvinnulífi til að auka hagvöxt. Tillit verði tekið til umhverfismála við uppbyggingu atvinnulífs.
·     Fjölbreyttu einkaframtaki, meðal annars á sviði heilbrigðis- og menntamála en þar er nú þegar mikill áhugi sem ekki má kæfa.
·     Bættu viðskiptaumhverfi og heiðarlegum viðskiptaháttum, þar sem saman fara frelsi og ábyrgð. Sérstaklega ber að endurskoða starfsemi og starfsumhverfi fjármálafyrirtækja.
·     Aðkomu erlendra aðila að fjárfestingu í atvinnulífinu. Eign og ráðstöfunarréttur á auðlindum er og verði í höndum þjóðarinnar.
·     Uppbyggingu stóriðju og orkufreks iðnaðar.
·     Hagstæðu rekstarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
·     Lýðræðislegri ákvarðanatöku og gagnsæi. Almenningur á að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á eigin hag, bæði með auknu valfrelsi og aðkomu að ákvarðanatöku hins opinbera. Jafnframt ber í auknum mæli að bera stærri mál undir þjóðaratkvæði. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar.
·     Aukinni virkni í starfi Sjálfstæðisflokksins, stefnumótun og vali í trúnaðarstöður.
·     Að verðbólga, langtímavextir, halli á rekstri ríkissjóðs og heildarskuldir eigi að vera sambærileg og þau lægstu í helstu viðskiptalöndum Íslands.
·     Virðingu fyrir dómstólum landsins.
·     Sátt um gengislán og og verðtryggingu. Setja þarf í forgang þau dómsmál sem upp kunna að koma í kjölfar hæstaréttardóma um gengisbundin lán og láta dómstóla ráða niðurstöðunni.
·     Að allra leiða verði leitað til þess að afnema gjaldeyrishöft hið fyrsta.
·     Að stofnuð verði aflaráðgjafarnefnd sjómanna.
·     Að íslensku þjóðinni vegni best utan ESB.

 

Við segjum hins vegar NEI við:
·     Hærri sköttum til að brúa fjárlagahallann. Mikilvægara er að hafa skýra forgangsröðun í ríkisútgjöldum og ná víðtækri samvinnu um sparnaðaraðgerðir.
·     Ríkisforsjá og óeðlilegum viðskiptaháttum.
·     Fyrningarleiðinni sem mun rústa sjávarútveginum en við viljum að fiskveiðiréttur verði skilgreindur til langs tíma.
·     Löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Icesave málinu.
·     Vegferð ríkisstjórnarinnar inn í ESB, enda er mikilvægara nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Þjóðin á að hafa fyrsta og síðasta orðið um hvort aðildarferlinu sé haldið áfram.
·     Óhóflegum styrkjum, þ.m.t. ríkisstyrkjum, til stjórnmálaflokka og frambjóðenda sem dæmi eru um síðastliðin ár.
·     Illa ígrunduðum niðurskurði í velferðar- og menntamálum.