
Sindri Sigurgeirsson nýr formaður BÍ og konur í meirihluta stjórnar
05.03.2013
Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti, er nýr formaður Bændasamtaka Íslands en hann var kjörinn á Búnaðarþingi í dag. Ný stjórn var kosin til næstu þriggja ára og urðu þau tíðindi að í fyrsta sinn eru konur í meirihluta.
Sindri hlaut 31 atkvæði en Guðbjörg Jónsdóttir sem bauð sig fram rétt fyrir formannskjör hlaut 13 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og einn ógildur.
Átta höfðu gefið kost á sér til stjórnarsetu, en auk formanns sitja sex manns í stjórn Bændasamtakanna.
Úrslit kosninganna urðu þau að Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum hlaut 41 atkvæði, Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri 37 atkvæði, Guðbjörg Jónsdóttir á Læk 36 atkvæði, Þórhallur Bjarnason á Laugalandi 36 atkvæði, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni 35 atkvæði og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum 35 atkvæði. Teljast þau sex réttkjörin sem stjórnarmenn Bændasamtakanna til næstu þriggja ára. Björn Halldórsson á Akri hlaut 24 atkvæði og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal 21 atkvæði en þau höfðu einnig gefið kost á sér. Aðrir hlutu færri atkvæði.
Uppstillingarnefnd gerði svo tillögu að varamönnum fyrir hvern stjórnarmann og var tillaga nefndarinnar samþykkt. Varamaður Sindra Sigurgeirssonar er Guðmundur Davíðsson í Miðdal, varamaður Guðnýjar Helgu er Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, varamaður Fanneyjar Ólafar er Ólafur Þ. Gunnarsson á Giljum, varamaður Guðbjargar er Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti, varamaður Þórhalls er Jón Magnús Jónsson á Reykjum, varamaður Einars Ófeigs er Jóhannes Ævar Jónsson á Espihóli og varamaður Vigdísar er Skúli Þórðarson á Refstað.

Frá vinstri: Fanney Ólöf, Guðbjörg, Einar Ófeigur, Vigdís, Þórhallur, Guðný Helga og Sindri.
Sindri hlaut 31 atkvæði en Guðbjörg Jónsdóttir sem bauð sig fram rétt fyrir formannskjör hlaut 13 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og einn ógildur.
Átta höfðu gefið kost á sér til stjórnarsetu, en auk formanns sitja sex manns í stjórn Bændasamtakanna.
Úrslit kosninganna urðu þau að Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum hlaut 41 atkvæði, Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri 37 atkvæði, Guðbjörg Jónsdóttir á Læk 36 atkvæði, Þórhallur Bjarnason á Laugalandi 36 atkvæði, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni 35 atkvæði og Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum 35 atkvæði. Teljast þau sex réttkjörin sem stjórnarmenn Bændasamtakanna til næstu þriggja ára. Björn Halldórsson á Akri hlaut 24 atkvæði og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal 21 atkvæði en þau höfðu einnig gefið kost á sér. Aðrir hlutu færri atkvæði.
Uppstillingarnefnd gerði svo tillögu að varamönnum fyrir hvern stjórnarmann og var tillaga nefndarinnar samþykkt. Varamaður Sindra Sigurgeirssonar er Guðmundur Davíðsson í Miðdal, varamaður Guðnýjar Helgu er Guðrún Lárusdóttir í Keldudal, varamaður Fanneyjar Ólafar er Ólafur Þ. Gunnarsson á Giljum, varamaður Guðbjargar er Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti, varamaður Þórhalls er Jón Magnús Jónsson á Reykjum, varamaður Einars Ófeigs er Jóhannes Ævar Jónsson á Espihóli og varamaður Vigdísar er Skúli Þórðarson á Refstað.

Frá vinstri: Fanney Ólöf, Guðbjörg, Einar Ófeigur, Vigdís, Þórhallur, Guðný Helga og Sindri.