Beint í efni

Sindri Sigurgeirsson kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands

05.03.2013

Sindri Sigurgeirsson, bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum var í dag kjörinn nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Hlaut hann 31 atkvæði, en Guðbjörg Jónsdóttir bóndi á Læk í Flóa, sem bauð sig fram til formennsku skömmu áður en kosningin fór fram, hlaut 13 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og einn var ógildur.

www.bbl.is greindi frá.