Beint í efni

Simmental – leiðandi holdanautakyn

09.07.2011

Simmental holdakynið hefur á liðnum árum náð miklum vinsældum meðal holdanautabænda vegna óvenju mikils vaxtarhraða, einstakri skapgerð og miklum kjötgæðum. Þá skipti máli á sínum tíma hve góð dráttardýr nautin voru, en þörf fyrir þá eiginleika hafa eðlilega minnkað á liðnum árum.

 

Einhverjir mestu kostir Simmental eru mikil mjólkurgæði samhliða beit á grasi sem gefur kálfum sem ganga undir mikla getu til vaxtar. Nautin hafa mikla kjötsöfnunareiginleika og upp að 650 kg. lífþunga er algengt að sjá daglega þyngingu á bilinu 1,6-1,8kg! Með þessa miklu vaxtargetu heldur Simmental efsta sæti á heimslistanum fyrir vöxt kálfa sem ganga undir kúm.

 

Nýrri umfjöllun um þetta kyn hefur nú verið bætt í Greinasafn LK hér á síðunni. Smelltu hér til þess að lesa nánar um þetta áhugaverða kúakyn/SS.