Beint í efni

Sigurgeir Hreinsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn LK

15.03.2011

Sigurgeir Hreinsson, varaformaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Landssambands kúabænda á næsta aðalfundi, 25. og 26. mars n.k. Sigurgeir var kjörinn í stjórn LK á aðalfundi 2009.  Hann er einnig formaður stjórnar Búnaðarsambands Eyjafjarðar.