Beint í efni

Sigurgeir B. Hreinsson á Hríshóli tilkynnir formannsframboð

16.02.2009

Á fundi Búgreinaráðs BSE í nautgriparækt, sem haldinn var í Hlíðarbæ í dag, tilkynnti Sigurgeir Bjarni Hreinsson að hann hyggðist bjóða sig fram til formennsku Landssambands kúabænda á komandi aðalfundi.

Sigurgeir er bóndi á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit ásamt konu sinni, Bylgju Sveinbjörnsdóttur. Þau eiga 3 börn. Sigurgeir er fæddur 1959.

 

Nú hafa tveir heiðursmenn boðið sig fram til formennsku í LK, ásamt Sigurgeiri hefur Sigurður Loftsson í Steinsholti, varaformaður LK tilkynnt um framboð.