Beint í efni

Sigurður Loftsson í Steinsholti kjörinn formaður LK

28.03.2009

Sigurður Loftsson í Steinsholti var nú laust fyrir hádegið kjörinn formaður Landssambands kúabænda. Hlaut hann 20 atkvæði en Sigurgeir Hreinsson 14. Einn seðill var auður.

Sigurður Loftsson er 45 ára, fæddur 14. nóvember 1963. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri árið 1983 og hefur verið kúabóndi í Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi síðan. Sigurður er kvæntur Sigríði Björk Gylfadóttur og eiga þau fjögur börn.

 

Þess má geta að í búfræðináminu á sínum tíma var Sigurður Loftsson í verknámi hjá Sigurgeir, þar sem hann lærði m.a. til félagsmála.

 

Sigurður Loftsson í Steinsholti flytur framboðsræðu á aðalfundi LK