Síðustu vetrarfundir BÍ þetta árið í dag
12.12.2011
Í dag lýkur fundaherferð Bændasamtakanna þetta árið með þremur fundum. Fyrsti fundurinn verður haldinn kl. 13 í Hótel Lundi í Vík í Mýrdal, næsti kl. 14 að Smyrlabjörgum í Austur-Skaftafellssýslu og síðasti fundurinn þetta árið að Geiralandi í Síðu kl. 20.30. Á fundunum munu fulltrúar Bændasamtakanna kynna starfsemi BÍ og fara yfir það sem framundan er á hinum sameiginlega vettvangi bænda/SS.